Ónæmi og óþarfi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í bága við EES-samninginn. Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist, miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins. Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði. Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma læknavísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtalsvert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar, þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með innflutningi á ferskum matvælum? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu. Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta. Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar. Það ætti ekki að vera flókið verk. Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslagsbreytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Landbúnaður Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í bága við EES-samninginn. Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist, miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins. Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði. Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma læknavísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtalsvert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar, þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með innflutningi á ferskum matvælum? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu. Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta. Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar. Það ætti ekki að vera flókið verk. Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslagsbreytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun