Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 20:30 Jón Arnór Stefánsson lýkur 19 ára landsliðsferli á móti Portúgal annað kvöld. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum