Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 20:30 Jón Arnór Stefánsson lýkur 19 ára landsliðsferli á móti Portúgal annað kvöld. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00