Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Martin Hermannsson er klár í að taka við keflinu. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30