Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 08:00 Guðný Jenny verður ekkert meira með. vísir/vilhelm Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“ Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira