Dagur leikskólans – dagurinn okkar allra Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 17:29 Læsi er meira en stafa staut og stagl um forsetningar Það er lífsins langa þraut að læra um tilfinningar.Svo kvað Kolbrún Vigfúsdóttir árið 2012 í tilefni af ráðstefnu um mikilvægi læsis í leikskólastarfi. Mikilvægi leikskólans í okkar samfélagi er ótvírætt og leikskólinn gegnir margvíslegu hlutverki. Hann er menntastofnun þar sem börn hafa frelsi til að skapa og læra gegnum leik, þroska sig félagslega í öruggu og umhyggjusömu umhverfi og ná tökum á mögnuðum þáttum náms, þroska og tilfinningagreindar á viðkvæmum mótunarárum. Leikskólinn hefur annað mikilvægt hlutverk sem er að tryggja jafnræði til náms og þroska, öryggis og umhyggju. Samfélag sem tryggir öllum börnum óháð efnahag, uppruna og aðstæðum góða leikskóla má vera stolt af því. Eitt er það hlutverk sem fer kannski mest fyrir í umræðunni á degi hverjum, og það er þjónustuhlutverk leikskólans. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, foreldrar ungra barna treysta mjög á þjónustu leikskólans enda atvinnuþátttaka mikil og hraðinn í nútímasamfélagi stundum meiri en góðu hófi gegnir. Við skulum þó ekki vanmeta eða vanrækja að ræða saman um menntunar- og félagslegt hlutverk leikskólans. Að vel takist til þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, dýrmætara en allt annað.Vettvangur vinabanda – leikvöllur reynslunnarÍ leikskólanum læra málestur margra þáttaeigin skilning, annars ráðeinnig leið til sátta. Hér er önnur kjarnyrt vísa úr smiðju Kolbrúnar Vigfúsdóttur sem segir ótalmargt um daglegt starf leikskólabarna. Í leikskólanum leggja börn grunn að félagsþroska sínum, þar myndast fyrstu vinaböndin, þar læra börn að skilja hvert annað, þrefa, sættast, ærslast, leika sér, gleyma sér, byggja upp, uppgötva og tilheyra hópi. Þetta eru ekki litlir áfangar, þeir eru hver um sig umfangsmiklir og leggja grunn að öllu því sem ein manneskja þarf síðar að takast á við, í stórum og smáum lífsverkefnum. Við vitum sífellt meira um það hvað fyrstu árin í lífi manneskjunnar eru óendanlega mikilvæg, hver króna, kraftur og atbeina sem lögð eru í starf leikskólanna fáum við margfalt til baka. Námsumhverfi leikskólans er fjölbreytt og býður upp á ótal tækifæri til rannsókna og uppgötvana, á forsendum barnanna sjálfra og með virkri þátttöku þeirra. „Þetta mannlega, það eru störf framtíðarinnar“ Þessi góðu orð lét Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við Háskólann á Akureyri falla, í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Torfa Jónassonar um menntun og framtíðina. Í heimi sem breytist hratt er augljóst að mörg störf munu taka miklum breytingum, jafnvel hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Á Íslandi hefur lengi verið skortur á leikskólakennurum. Það er verulegt áhyggjuefni þó gleðilegt sé að umsóknum hafi fjölgað síðastliðið haust. Leikskólakennarastarfið er skapandi starf sem er í örri þróun en fullyrða má að fáar stéttir fái jafn jákvæða endurgjöf frá umhverfinu og leikskólakennarar. Þannig svöruðu um 96% reykvískra foreldra árið 2017 því til að þeir væru ánægðir með leikskóla barna sinna. Leikskólakennarastarfið mun halda áfram að þróast og breytast en það mun halda velli, sama hvernig vindar blása. Hinn mannlegi þáttur uppeldis og menntunar verður alla tíð mikilvægur, hugsanlega enn mikilvægari sé litið til þeirrar fjölþættu hæfni sem fólk verður að búa yfir til að öðlast farsæld og njóta velgengni í breyttum heimi. Leikskólinn er ótvírætt ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags, óháð því hvort við eigum börn eða barnabörn á leikskólaaldri. Ég óska því okkur öllum til hamingju með dag leikskólans –hann er dagurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Læsi er meira en stafa staut og stagl um forsetningar Það er lífsins langa þraut að læra um tilfinningar.Svo kvað Kolbrún Vigfúsdóttir árið 2012 í tilefni af ráðstefnu um mikilvægi læsis í leikskólastarfi. Mikilvægi leikskólans í okkar samfélagi er ótvírætt og leikskólinn gegnir margvíslegu hlutverki. Hann er menntastofnun þar sem börn hafa frelsi til að skapa og læra gegnum leik, þroska sig félagslega í öruggu og umhyggjusömu umhverfi og ná tökum á mögnuðum þáttum náms, þroska og tilfinningagreindar á viðkvæmum mótunarárum. Leikskólinn hefur annað mikilvægt hlutverk sem er að tryggja jafnræði til náms og þroska, öryggis og umhyggju. Samfélag sem tryggir öllum börnum óháð efnahag, uppruna og aðstæðum góða leikskóla má vera stolt af því. Eitt er það hlutverk sem fer kannski mest fyrir í umræðunni á degi hverjum, og það er þjónustuhlutverk leikskólans. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, foreldrar ungra barna treysta mjög á þjónustu leikskólans enda atvinnuþátttaka mikil og hraðinn í nútímasamfélagi stundum meiri en góðu hófi gegnir. Við skulum þó ekki vanmeta eða vanrækja að ræða saman um menntunar- og félagslegt hlutverk leikskólans. Að vel takist til þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, dýrmætara en allt annað.Vettvangur vinabanda – leikvöllur reynslunnarÍ leikskólanum læra málestur margra þáttaeigin skilning, annars ráðeinnig leið til sátta. Hér er önnur kjarnyrt vísa úr smiðju Kolbrúnar Vigfúsdóttur sem segir ótalmargt um daglegt starf leikskólabarna. Í leikskólanum leggja börn grunn að félagsþroska sínum, þar myndast fyrstu vinaböndin, þar læra börn að skilja hvert annað, þrefa, sættast, ærslast, leika sér, gleyma sér, byggja upp, uppgötva og tilheyra hópi. Þetta eru ekki litlir áfangar, þeir eru hver um sig umfangsmiklir og leggja grunn að öllu því sem ein manneskja þarf síðar að takast á við, í stórum og smáum lífsverkefnum. Við vitum sífellt meira um það hvað fyrstu árin í lífi manneskjunnar eru óendanlega mikilvæg, hver króna, kraftur og atbeina sem lögð eru í starf leikskólanna fáum við margfalt til baka. Námsumhverfi leikskólans er fjölbreytt og býður upp á ótal tækifæri til rannsókna og uppgötvana, á forsendum barnanna sjálfra og með virkri þátttöku þeirra. „Þetta mannlega, það eru störf framtíðarinnar“ Þessi góðu orð lét Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við Háskólann á Akureyri falla, í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Torfa Jónassonar um menntun og framtíðina. Í heimi sem breytist hratt er augljóst að mörg störf munu taka miklum breytingum, jafnvel hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Á Íslandi hefur lengi verið skortur á leikskólakennurum. Það er verulegt áhyggjuefni þó gleðilegt sé að umsóknum hafi fjölgað síðastliðið haust. Leikskólakennarastarfið er skapandi starf sem er í örri þróun en fullyrða má að fáar stéttir fái jafn jákvæða endurgjöf frá umhverfinu og leikskólakennarar. Þannig svöruðu um 96% reykvískra foreldra árið 2017 því til að þeir væru ánægðir með leikskóla barna sinna. Leikskólakennarastarfið mun halda áfram að þróast og breytast en það mun halda velli, sama hvernig vindar blása. Hinn mannlegi þáttur uppeldis og menntunar verður alla tíð mikilvægur, hugsanlega enn mikilvægari sé litið til þeirrar fjölþættu hæfni sem fólk verður að búa yfir til að öðlast farsæld og njóta velgengni í breyttum heimi. Leikskólinn er ótvírætt ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags, óháð því hvort við eigum börn eða barnabörn á leikskólaaldri. Ég óska því okkur öllum til hamingju með dag leikskólans –hann er dagurinn okkar allra.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun