Fjárlög næsta árs á einni mínútu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:45 Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Bryndís Haraldsdóttir Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun