Óskiljanlegt að Akureyringar séu innan við 50 þúsund Hjörleifur Hallgrímsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar