Er hægt að vinna Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. júlí 2019 10:30 Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Sjá meira
Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Sjá meira
Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30