Átak til eflingar lýðheilsu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2019 14:45 Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun