Þingmaður, og svarið er … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun