Tilgang lífsins er að finna í þessum pistli Þórlindur Kjartansson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Ef ég gæti talað við dýr þá myndi ég einna helst vilja spyrja þau um alls konar tilvistarlegar spurningar sem sækja á okkur mennina. Tökum sem dæmi kött sem liggur makindalega og letilega út við gluggann. „Heyrðu, köttur—ertu að hugsa innra með þér að þú ættir nú eiginlega að drífa þig eitthvað út og hreyfa þig? Skammastu þín kannski örlítið fyrir að hanga inni og láta stjana við þig á meðan aðrir kettir þurfa að veiða sér til matar, vara sig á hættum og finna sér á hverri nóttu nýjan og öruggan næturstað?“ Svona myndi ég nefnilega hugsa í sporum kattarins: „Æ, ég ætti nú frekar að fara út að slá blettinn, moka snjóinn, skipta um peru, fara í ræktina, skila bókum á bókasafn,“ og svo framvegis og svo framvegis. En hvað ætli kötturinn myndi segja? Mig grunar að svarið yrði eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, gaur, hvað ertu að meina? Ég skil ekki spurninguna? Hugsa um hvort ég ætti að vera að gera eitthvað annað en ég er að gera? Hvernig á það að vera hægt? Hvernig gæti ég verið úti á sama tíma og ég er hér inni að láta fara vel um mig??…Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Tilgangur hundalífsins Það má hugsa sér stærri spurningar. Ef ég hitti hund á vappi myndi ég kannski spyrja hann stærstu spurningarinnar þeirra allra: „Hundur! Hver er tilgangur lífsins?“ „Gaur! Sérðu það ekki?“ „Hvernig á ég að sjá það? Segðu mér, hundur, hver er tilgangur lífsins? Ég get beðið þangað til þú ert búinn að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En það er tilgangur lífsins?“ „Er tilgangur lífsins að míga utan í ljósastaur?“ „Að sjálfsögðu er það tilgangur lífsins.“ „En hver er tilgangurinn með því?“ „Að merkja svæði, það vita allir.“ „Þannig að tilgangur lífsins er að helga sér svæði, er það rétt skilið?“ „Nei. Tilgangur lífsins er að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En nú ertu búinn að míga utan í þennan ljósastaur. Finnst þér þá lífið ekki hafa neinn tilgang lengur?“ „Gaur, tilgangur lífsins er ekki lengur að míga utan í ljósastaur heldur að leita að nýjum ljósastaur til þess að míga utan í?… Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Þunglyndir hundar Fyrir nokkru var ég á gangi í bandarískri stórborg og nálægt mér voru karl og kona hvort að viðra sinn hundinn. Ég komst ekki hjá því að heyra á tal þeirra—og ég hefði heldur ekki viljað missa af því. Annar hundaeigandinn spurði hinn hvort „þetta“ hefði virkað. Og „jú, jú“ hundurinn var víst allt annar eftir „þetta“ og hinn hundaeigandinn kinkaði ábúðarfullur kolli og sagði að þetta væri alveg í takti við sína eigin reynslu af því að setja hundinn á Prozac. Hann væri bara allur miklu glaðlegri og meðfærilegri. Það er nefnilega þannig með dýrin að þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu þeirra í heimspeki, enga notkun á samfélagsmiðlum og engar áhyggjur af frammistöðu í vinnu, eldhúsi eða svefnherbergi þá geta þau víst orðið þunglynd. Þetta hrjáir víst einkum dýr sem eru í einhvers konar haldi og hafa ónóg tækifæri til þess að sinna eðlishvötum sínum. Það kann að hljóma sem góður díll að þurfa aldrei að kvíða því hvaðan næsta máltíð kemur, en ef þú mátt ekki pissa utan í ljósastaura þá?… „what’s the point of it all?“Lífslykillinn Og þótt enginn hafi borgað mér fyrir að básúna út kenningu mína um lykilinn að lífshamingjunni—og án þess að ég hafi í raun nokkra einustu hugmynd um hver sá lykill sé—þá held ég að mannfólkinu, alveg eins og dýrunum, líði einna best þegar við höfum eitthvað fyrir stafni, eitthvað sem við höfum ástríðu fyrir. Einu sinni var tilgangur lífsins hjá mér að æfa fótbolta. Einu sinni að vita allt mögulegt um bandaríska körfuboltamenn og um hríð verða góður í að bakka inn í þröng bílastæði. Tilgangurinn er æði misjafn fyrir okkur, stundum mikilfenglegur, stundum smávægilegur; stundum opinber en oft persónulegur; stundum náum við að tökum á honum en oftast klórum við bara í bakkann. Um þetta hafa ekki bara fjallað sálfræðingar, heimspekingar og áhrifavaldar heldur skáld, rithöfundar og tónlistarfólk. Söguhetjan í hinni stórkostlegu bók Ör, eftir Auði Övu, finnur til að mynda tilgang þegar færni hans nýtist öðrum. Af hlutverkinu sprettur tilgangur. Með tilganginum glæðist lífsviljinn. Þess vegna er svarið stundum: „þú ert nóg“; stundum „þú ert of mikið“; stundum „þú getur gert betur“,—en mjög oft „ég þarf á þér að halda“.Hvorki keypt né seld Engin svör eru altæk þegar mannlegar tilfinningar eru annars vegar. En hvort sem maður ætlar að hugsa um sjálfan sig, börnin sín, vini sína eða fjölskyldu—þá gerir venjulegt fólk eflaust einna mest gagn með því að leyfa ástríðunni, ástinni og metnaðinum að blómstra hvar sem mögulegt er. Á meðan ég skrifa þennan pistil finn ég í honum tilgang lífsins. Eitt af svörunum mínum getur falist í að skrifa—á meðan á því stendur dugir það, en bara um hríð og bara mér einum. Allir aðrir þurfa að finna sín eigin svör og það mun ég sjálfur líka þurfa að gera þegar þessu verkefni er lokið og pistillinn sendur í umbrot. Þá þarf ég að finna næsta staur. En svörin eru ekki einföld fyrr en maður telur sig hafa fundið þau, og svo týnir maður þeim aftur—og þau eru aldrei endanleg og þau eiga aldrei við alla. Það þjónar litlum tilgangi að reyna að þrýsta sínum eigin svörum, sinni ástríðu eða sínum metnaði upp á aðra. Eins og ástin verða slík svör hvorki keypt né seld—en þau eru þarna einhvers staðar, vonandi fyrir okkur öll. Mannkynið hefur uppgötvað þau milljón sinnum og við höfum öll glatað þeim þúsund sinnum. Það er þess vegna raunveruleg ástæða til að varast þá trú að hægt sé að kaupa slík svör dýrum dómum af sannfærandi sölufólki þótt margt megi læra af öllu hugsandi fólki bæði ungu sem öldnu. Oftar finnast þau nefnilega alveg ókeypis í eldgömlum tuggum, og jafnvel hjá talandi hundum og malandi köttum í gluggum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ef ég gæti talað við dýr þá myndi ég einna helst vilja spyrja þau um alls konar tilvistarlegar spurningar sem sækja á okkur mennina. Tökum sem dæmi kött sem liggur makindalega og letilega út við gluggann. „Heyrðu, köttur—ertu að hugsa innra með þér að þú ættir nú eiginlega að drífa þig eitthvað út og hreyfa þig? Skammastu þín kannski örlítið fyrir að hanga inni og láta stjana við þig á meðan aðrir kettir þurfa að veiða sér til matar, vara sig á hættum og finna sér á hverri nóttu nýjan og öruggan næturstað?“ Svona myndi ég nefnilega hugsa í sporum kattarins: „Æ, ég ætti nú frekar að fara út að slá blettinn, moka snjóinn, skipta um peru, fara í ræktina, skila bókum á bókasafn,“ og svo framvegis og svo framvegis. En hvað ætli kötturinn myndi segja? Mig grunar að svarið yrði eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, gaur, hvað ertu að meina? Ég skil ekki spurninguna? Hugsa um hvort ég ætti að vera að gera eitthvað annað en ég er að gera? Hvernig á það að vera hægt? Hvernig gæti ég verið úti á sama tíma og ég er hér inni að láta fara vel um mig??…Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Tilgangur hundalífsins Það má hugsa sér stærri spurningar. Ef ég hitti hund á vappi myndi ég kannski spyrja hann stærstu spurningarinnar þeirra allra: „Hundur! Hver er tilgangur lífsins?“ „Gaur! Sérðu það ekki?“ „Hvernig á ég að sjá það? Segðu mér, hundur, hver er tilgangur lífsins? Ég get beðið þangað til þú ert búinn að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En það er tilgangur lífsins?“ „Er tilgangur lífsins að míga utan í ljósastaur?“ „Að sjálfsögðu er það tilgangur lífsins.“ „En hver er tilgangurinn með því?“ „Að merkja svæði, það vita allir.“ „Þannig að tilgangur lífsins er að helga sér svæði, er það rétt skilið?“ „Nei. Tilgangur lífsins er að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En nú ertu búinn að míga utan í þennan ljósastaur. Finnst þér þá lífið ekki hafa neinn tilgang lengur?“ „Gaur, tilgangur lífsins er ekki lengur að míga utan í ljósastaur heldur að leita að nýjum ljósastaur til þess að míga utan í?… Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Þunglyndir hundar Fyrir nokkru var ég á gangi í bandarískri stórborg og nálægt mér voru karl og kona hvort að viðra sinn hundinn. Ég komst ekki hjá því að heyra á tal þeirra—og ég hefði heldur ekki viljað missa af því. Annar hundaeigandinn spurði hinn hvort „þetta“ hefði virkað. Og „jú, jú“ hundurinn var víst allt annar eftir „þetta“ og hinn hundaeigandinn kinkaði ábúðarfullur kolli og sagði að þetta væri alveg í takti við sína eigin reynslu af því að setja hundinn á Prozac. Hann væri bara allur miklu glaðlegri og meðfærilegri. Það er nefnilega þannig með dýrin að þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu þeirra í heimspeki, enga notkun á samfélagsmiðlum og engar áhyggjur af frammistöðu í vinnu, eldhúsi eða svefnherbergi þá geta þau víst orðið þunglynd. Þetta hrjáir víst einkum dýr sem eru í einhvers konar haldi og hafa ónóg tækifæri til þess að sinna eðlishvötum sínum. Það kann að hljóma sem góður díll að þurfa aldrei að kvíða því hvaðan næsta máltíð kemur, en ef þú mátt ekki pissa utan í ljósastaura þá?… „what’s the point of it all?“Lífslykillinn Og þótt enginn hafi borgað mér fyrir að básúna út kenningu mína um lykilinn að lífshamingjunni—og án þess að ég hafi í raun nokkra einustu hugmynd um hver sá lykill sé—þá held ég að mannfólkinu, alveg eins og dýrunum, líði einna best þegar við höfum eitthvað fyrir stafni, eitthvað sem við höfum ástríðu fyrir. Einu sinni var tilgangur lífsins hjá mér að æfa fótbolta. Einu sinni að vita allt mögulegt um bandaríska körfuboltamenn og um hríð verða góður í að bakka inn í þröng bílastæði. Tilgangurinn er æði misjafn fyrir okkur, stundum mikilfenglegur, stundum smávægilegur; stundum opinber en oft persónulegur; stundum náum við að tökum á honum en oftast klórum við bara í bakkann. Um þetta hafa ekki bara fjallað sálfræðingar, heimspekingar og áhrifavaldar heldur skáld, rithöfundar og tónlistarfólk. Söguhetjan í hinni stórkostlegu bók Ör, eftir Auði Övu, finnur til að mynda tilgang þegar færni hans nýtist öðrum. Af hlutverkinu sprettur tilgangur. Með tilganginum glæðist lífsviljinn. Þess vegna er svarið stundum: „þú ert nóg“; stundum „þú ert of mikið“; stundum „þú getur gert betur“,—en mjög oft „ég þarf á þér að halda“.Hvorki keypt né seld Engin svör eru altæk þegar mannlegar tilfinningar eru annars vegar. En hvort sem maður ætlar að hugsa um sjálfan sig, börnin sín, vini sína eða fjölskyldu—þá gerir venjulegt fólk eflaust einna mest gagn með því að leyfa ástríðunni, ástinni og metnaðinum að blómstra hvar sem mögulegt er. Á meðan ég skrifa þennan pistil finn ég í honum tilgang lífsins. Eitt af svörunum mínum getur falist í að skrifa—á meðan á því stendur dugir það, en bara um hríð og bara mér einum. Allir aðrir þurfa að finna sín eigin svör og það mun ég sjálfur líka þurfa að gera þegar þessu verkefni er lokið og pistillinn sendur í umbrot. Þá þarf ég að finna næsta staur. En svörin eru ekki einföld fyrr en maður telur sig hafa fundið þau, og svo týnir maður þeim aftur—og þau eru aldrei endanleg og þau eiga aldrei við alla. Það þjónar litlum tilgangi að reyna að þrýsta sínum eigin svörum, sinni ástríðu eða sínum metnaði upp á aðra. Eins og ástin verða slík svör hvorki keypt né seld—en þau eru þarna einhvers staðar, vonandi fyrir okkur öll. Mannkynið hefur uppgötvað þau milljón sinnum og við höfum öll glatað þeim þúsund sinnum. Það er þess vegna raunveruleg ástæða til að varast þá trú að hægt sé að kaupa slík svör dýrum dómum af sannfærandi sölufólki þótt margt megi læra af öllu hugsandi fólki bæði ungu sem öldnu. Oftar finnast þau nefnilega alveg ókeypis í eldgömlum tuggum, og jafnvel hjá talandi hundum og malandi köttum í gluggum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun