Mér leiðist Óttar Guðmundsson skrifar 16. mars 2019 09:30 Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar