Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Utanríkismál Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun