Hundruð milljóna til Háskóla Íslands, betri umferð og minni mengun - allt ókeypis! Björn Teitsson skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun