Val neytenda Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Þegar landsmenn bregða sér til annarra landa sjá þeir iðulega af hverju þeir eru að missa hér á landi í matarúrvali. Sumir ráða ekki við sig þegar þeir sjá allt það sem þar fæst á hagstæðu verði og láta sér ekki nægja að háma í sig erlent kjöt og fleira góðgæti, heldur setja í ferðatöskur sínar til að taka með heim. Um leið rúmar hugurinn ekki alltaf þá hugsun hvort íslensk lög leyfi slíkan flutning. Þessir ferðalangar eiga sér vissar málsbætur og þær helstar að það eru svo mörg furðuleg og skrýtin boð og bönn á Íslandi að ekki er alltaf hægt að muna eftir þeim öllum. Þegar heim kemur eru ýmsir stoppaðir í tollinum með góssið sem er umsvifalaust gert upptækt. Þannig hefur ósoðið kjöt lent í ruslinu í stað þess að rata á borð ferðalangsins. Einhverjir sleppa þó og gæða sér á matvöru sem samkvæmt skilgreiningu íslenskra yfirvalda á að vera þeim hættuleg. Engar sérstakar fréttir berast af því að viðkomandi lögbrjótar, sem eru stór hluti landsmanna, hafi veikst hastarlega. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Íslenskir neytendur sjá þannig fram á aukið vöruúrval með tilheyrandi samkeppni. Þeir ættu samt ekki að fagna of snemma. Andstæðingar frumvarpsins eru að setja sig í stellingar en þeir telja ekki einungis að slíkur innflutningur ógni sérhagsmunum íslensks landbúnaðar heldur muni hann einnig eiga eftir að valda stórfelldu heilsutjóni meðal þjóðarinnar. Þeir sem lengst ganga í þeim áróðri spara ekki stóru orðin. Rifja má upp orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir örfáum árum en hann hélt því fram að ef menn borðuðu erlent kjöt sem væri ekki nógu vel eldað ættu þeir á hættu að fá sýkingu sem gæti leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Orðrétt sagði Sigmundur Davíð: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Eins og kunnugt er stofnaði Sigmundur Davíð heilan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Í engum íslenskum stjórnmálaflokki er jafn mikil foringjadýrkun og í Miðflokknum þannig að auðvelt er að geta sér þess til að þingmenn flokksins muni fara hamförum gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra. Önnur afturhaldsöfl á þingi, og nóg er af þeim, munu gera slíkt hið sama. Engin ástæða er til að kvíða því að heilsu þjóðarinnar muni hnigna illilega verði leyfður hér innflutningur á fersku kjöti, enda verður sú vara heilbrigðisvottuð frá því landi sem hún kemur frá. Hér á landi hefur of lengi verið látið eins og viðskiptahindranir séu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eru það ekki. Neytandinn á sinn rétt og valið á að vera hans. Þegar frumvarp landbúnaðarráðherra kemur til afgreiðslu á þinginu munu þingmenn vonandi bera gæfu til þess að standa með samkeppni, gegn viðskiptahindrunum, og setja hagsmuni neytenda í forgrunn, eins og vera ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Neytendur Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar landsmenn bregða sér til annarra landa sjá þeir iðulega af hverju þeir eru að missa hér á landi í matarúrvali. Sumir ráða ekki við sig þegar þeir sjá allt það sem þar fæst á hagstæðu verði og láta sér ekki nægja að háma í sig erlent kjöt og fleira góðgæti, heldur setja í ferðatöskur sínar til að taka með heim. Um leið rúmar hugurinn ekki alltaf þá hugsun hvort íslensk lög leyfi slíkan flutning. Þessir ferðalangar eiga sér vissar málsbætur og þær helstar að það eru svo mörg furðuleg og skrýtin boð og bönn á Íslandi að ekki er alltaf hægt að muna eftir þeim öllum. Þegar heim kemur eru ýmsir stoppaðir í tollinum með góssið sem er umsvifalaust gert upptækt. Þannig hefur ósoðið kjöt lent í ruslinu í stað þess að rata á borð ferðalangsins. Einhverjir sleppa þó og gæða sér á matvöru sem samkvæmt skilgreiningu íslenskra yfirvalda á að vera þeim hættuleg. Engar sérstakar fréttir berast af því að viðkomandi lögbrjótar, sem eru stór hluti landsmanna, hafi veikst hastarlega. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Íslenskir neytendur sjá þannig fram á aukið vöruúrval með tilheyrandi samkeppni. Þeir ættu samt ekki að fagna of snemma. Andstæðingar frumvarpsins eru að setja sig í stellingar en þeir telja ekki einungis að slíkur innflutningur ógni sérhagsmunum íslensks landbúnaðar heldur muni hann einnig eiga eftir að valda stórfelldu heilsutjóni meðal þjóðarinnar. Þeir sem lengst ganga í þeim áróðri spara ekki stóru orðin. Rifja má upp orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir örfáum árum en hann hélt því fram að ef menn borðuðu erlent kjöt sem væri ekki nógu vel eldað ættu þeir á hættu að fá sýkingu sem gæti leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Orðrétt sagði Sigmundur Davíð: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Eins og kunnugt er stofnaði Sigmundur Davíð heilan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Í engum íslenskum stjórnmálaflokki er jafn mikil foringjadýrkun og í Miðflokknum þannig að auðvelt er að geta sér þess til að þingmenn flokksins muni fara hamförum gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra. Önnur afturhaldsöfl á þingi, og nóg er af þeim, munu gera slíkt hið sama. Engin ástæða er til að kvíða því að heilsu þjóðarinnar muni hnigna illilega verði leyfður hér innflutningur á fersku kjöti, enda verður sú vara heilbrigðisvottuð frá því landi sem hún kemur frá. Hér á landi hefur of lengi verið látið eins og viðskiptahindranir séu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eru það ekki. Neytandinn á sinn rétt og valið á að vera hans. Þegar frumvarp landbúnaðarráðherra kemur til afgreiðslu á þinginu munu þingmenn vonandi bera gæfu til þess að standa með samkeppni, gegn viðskiptahindrunum, og setja hagsmuni neytenda í forgrunn, eins og vera ber.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun