Glæfraleg túlkun og ónákvæmar forsendur 22. janúar 2019 07:30 Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun