Kallar dómarana áhugamenn og segir Króata hafa verið rænda um hábjartan dag Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 13:00 Lino Cervar var verulega ósáttur. vísir/getty Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti