Jafnréttisstefna í reynd Stefán Jóhann Stefánsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Nokkur umræða hefur spunnist í netmiðlum eftir frétt í Fréttablaðinu nýverið um þá ákvörðun að færa til málverk innan Seðlabanka Íslands. Sumpart virðist þessi umræða á misskilningi byggð. Seðlabankinn er ekki að leggja listrænt mat á verkin og þaðan af síður að fela þau. Ástæðan fyrir flutningnum er einfaldlega sú að bankinn er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í jafnréttismálum. Seðlabankinn leggur ríka áherslu á að framfylgja markmiðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna og hlaut m.a. nýverið formlega jafnlaunavottun. Unnið hefur verið að því að jafna kjör karla og kvenna og jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum innan bankans. Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu og fylgir jafnréttisáætlun til að ná settum markmiðum. Í jafnréttisáætlun er meðal annars kveðið á um að ekki skuli vera í starfsumhverfi atriði sem misbjóði starfsmönnum. Svo sem fram hefur komið á Seðlabankinn ýmis málverk, m.a. eftir marga af fremstu listmálurum þjóðarinnar og hafa þau prýtt veggi stofnunarinnar um árabil og verið færð til við breytingar á húsnæði eða við starfsmannaskipti án þess að það hafi þótt tiltökumál. Komið hefur fyrir á undanförnum árum að starfsmenn hafa lýst óánægju sinni með staðsetningu slíkra verka. Um hefur verið að ræða verk af nakinni konu á skrifstofum yfirmanna. Yfirmennirnir hafa verið karlmenn og listaverkið blasað við þeim starfsmönnum, konum og körlum, sem þurft hafa að sækja erindi til þeirra. Síðast þegar óánægju varð vart vegna þessa varð það að ráði, m.a. með vísan til jafnréttisáætlunar, að færa listina til. Markmiðið er að umhverfið sé sem minnst truflandi fyrir starfið. Því hefur verið ákveðið að myndir af umræddum toga verði ekki á skrifstofum yfirmanna eða í vinnurýmum starfsmanna. Þessi ákvörðun hefur ekkert með listrænt mat á verkunum að gera. Þess má svo geta að búið var að ákveða að þessar myndir verða meðal þess sem verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum 8. febrúar næstkomandi. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í netmiðlum eftir frétt í Fréttablaðinu nýverið um þá ákvörðun að færa til málverk innan Seðlabanka Íslands. Sumpart virðist þessi umræða á misskilningi byggð. Seðlabankinn er ekki að leggja listrænt mat á verkin og þaðan af síður að fela þau. Ástæðan fyrir flutningnum er einfaldlega sú að bankinn er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í jafnréttismálum. Seðlabankinn leggur ríka áherslu á að framfylgja markmiðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna og hlaut m.a. nýverið formlega jafnlaunavottun. Unnið hefur verið að því að jafna kjör karla og kvenna og jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum innan bankans. Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu og fylgir jafnréttisáætlun til að ná settum markmiðum. Í jafnréttisáætlun er meðal annars kveðið á um að ekki skuli vera í starfsumhverfi atriði sem misbjóði starfsmönnum. Svo sem fram hefur komið á Seðlabankinn ýmis málverk, m.a. eftir marga af fremstu listmálurum þjóðarinnar og hafa þau prýtt veggi stofnunarinnar um árabil og verið færð til við breytingar á húsnæði eða við starfsmannaskipti án þess að það hafi þótt tiltökumál. Komið hefur fyrir á undanförnum árum að starfsmenn hafa lýst óánægju sinni með staðsetningu slíkra verka. Um hefur verið að ræða verk af nakinni konu á skrifstofum yfirmanna. Yfirmennirnir hafa verið karlmenn og listaverkið blasað við þeim starfsmönnum, konum og körlum, sem þurft hafa að sækja erindi til þeirra. Síðast þegar óánægju varð vart vegna þessa varð það að ráði, m.a. með vísan til jafnréttisáætlunar, að færa listina til. Markmiðið er að umhverfið sé sem minnst truflandi fyrir starfið. Því hefur verið ákveðið að myndir af umræddum toga verði ekki á skrifstofum yfirmanna eða í vinnurýmum starfsmanna. Þessi ákvörðun hefur ekkert með listrænt mat á verkunum að gera. Þess má svo geta að búið var að ákveða að þessar myndir verða meðal þess sem verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum 8. febrúar næstkomandi. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun