„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 18:00 Áslaug talaði fyrir breyttri stefnu í fíkniefnamálum í Víglínunni í dag. Stöð 2/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu. Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira