Hræðsluáróður Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Skýrsla frá Landsneti rataði í fréttir á dögunum en þar er varað við raforkuskorti hér á landi innan þriggja ára. Þetta er vitanlega allnokkur frétt sem vekur um leið margar spurningar. Ein er sú af hverju ekki hefur verið varað alvarlega við þessum skorti fyrr. Vitanlega er ekki hægt að ætlast til að Landsnetsmenn og aðrir í orkugeiranum búi yfir skyggnigáfu en ef svo mikil hætta er á orkuskorti hefði ekki mátt sjá hann fyrir svo miklu fyrr? Varla vöknuðu menn upp einn daginn og fengu vitrun frá æðri máttarvöldum um orkuskort á Íslandi innan örfárra ára og flýttu sér að koma þeim mikilvægu upplýsingum í skýrslu. Nú má reyndar vel vera að einhverjir í orkugeiranum þykist lengi hafa séð þessa þróun fyrir en þá má spyrja hvort þeir hinir sömu hafi upplýst stjórnvöld um þessa vitneskju sína á þeim tíma sem þeir áttuðu sig á ástandinu. Og ef þeir gerðu það, af hverju upplýstu stjórnvöld, fulltrúar almennings, ekki þjóð sína um yfirvofandi orkuskort? Af hverju er allt í einu núna farið að ræða um raforkuskort innan skamms tíma og jafnvel rætt fjálglega um skömmtun á rafmagni? Iðnaðarráðherra lætur teyma sig inn í þennan leik og segir stjórnvöld taka þessar nýjustu ábendingar úr orkugeiranum alvarlega. Stjórnvöld ættu einmitt að taka þeim með hæfilegri varúð, einhverjir gætu nefnilega verið að draga þau inn í áróðursstríð sem beinist gegn þeim einstaklingum sem vilja fara varlega í virkjanaáformum og vernda ómetanlegar náttúruperlur svo þær verði ekki virkjanaæði að bráð. Ýmsir fulltrúar orkugeirans og kónar þeirra sem vara við raforkuskorti kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í áróðri. Þannig senda þeir skilaboð til almennings og tónninn er eitthvað á þessa leið: „Eruð þið tilbúin til að fórna hluta af þægilegum lífsstíl ykkar og vera án orku í þó nokkurn tíma vegna þess að til er fólk sem er án jarðsambands og vill ekki sjá virkjanir? Sjáið þið til dæmis lætin út af Hvalárvirkjun sem er mikið framfaramál, en í stað þess að átta sig á því jarmar þetta sama fólk út af einhverjum fossum sem á að þurrka upp í þágu atvinnuuppbyggingar.“ Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunarlausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd. Í þessu máli er því miður ekki hægt að treysta á dómgreind stjórnvalda. Einhver kynni að sjá vonarglætu í þeirri staðreynd að Vinstri græn leiða ríkisstjórn en því miður hefur samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn dregið mjög úr hugsjónakrafti þeirra. Meira að segja umhverfisráðherrann, sem er drengur góður, virðist ekki til stórræðanna þegar kemur að því að vernda náttúruna gegn virkjanasóðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast svo ekki hafa vott af áhuga á náttúruvernd og eru einmitt líklegir til að breiða út faðminn og móttaka áróður orkugeirans með gleði í hjarta, um leið og þeir kinka samþykkjandi kolli yfir enn frekari virkjanaáformum þar sem náttúruperlum er fórnað eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Skýrsla frá Landsneti rataði í fréttir á dögunum en þar er varað við raforkuskorti hér á landi innan þriggja ára. Þetta er vitanlega allnokkur frétt sem vekur um leið margar spurningar. Ein er sú af hverju ekki hefur verið varað alvarlega við þessum skorti fyrr. Vitanlega er ekki hægt að ætlast til að Landsnetsmenn og aðrir í orkugeiranum búi yfir skyggnigáfu en ef svo mikil hætta er á orkuskorti hefði ekki mátt sjá hann fyrir svo miklu fyrr? Varla vöknuðu menn upp einn daginn og fengu vitrun frá æðri máttarvöldum um orkuskort á Íslandi innan örfárra ára og flýttu sér að koma þeim mikilvægu upplýsingum í skýrslu. Nú má reyndar vel vera að einhverjir í orkugeiranum þykist lengi hafa séð þessa þróun fyrir en þá má spyrja hvort þeir hinir sömu hafi upplýst stjórnvöld um þessa vitneskju sína á þeim tíma sem þeir áttuðu sig á ástandinu. Og ef þeir gerðu það, af hverju upplýstu stjórnvöld, fulltrúar almennings, ekki þjóð sína um yfirvofandi orkuskort? Af hverju er allt í einu núna farið að ræða um raforkuskort innan skamms tíma og jafnvel rætt fjálglega um skömmtun á rafmagni? Iðnaðarráðherra lætur teyma sig inn í þennan leik og segir stjórnvöld taka þessar nýjustu ábendingar úr orkugeiranum alvarlega. Stjórnvöld ættu einmitt að taka þeim með hæfilegri varúð, einhverjir gætu nefnilega verið að draga þau inn í áróðursstríð sem beinist gegn þeim einstaklingum sem vilja fara varlega í virkjanaáformum og vernda ómetanlegar náttúruperlur svo þær verði ekki virkjanaæði að bráð. Ýmsir fulltrúar orkugeirans og kónar þeirra sem vara við raforkuskorti kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í áróðri. Þannig senda þeir skilaboð til almennings og tónninn er eitthvað á þessa leið: „Eruð þið tilbúin til að fórna hluta af þægilegum lífsstíl ykkar og vera án orku í þó nokkurn tíma vegna þess að til er fólk sem er án jarðsambands og vill ekki sjá virkjanir? Sjáið þið til dæmis lætin út af Hvalárvirkjun sem er mikið framfaramál, en í stað þess að átta sig á því jarmar þetta sama fólk út af einhverjum fossum sem á að þurrka upp í þágu atvinnuuppbyggingar.“ Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunarlausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd. Í þessu máli er því miður ekki hægt að treysta á dómgreind stjórnvalda. Einhver kynni að sjá vonarglætu í þeirri staðreynd að Vinstri græn leiða ríkisstjórn en því miður hefur samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn dregið mjög úr hugsjónakrafti þeirra. Meira að segja umhverfisráðherrann, sem er drengur góður, virðist ekki til stórræðanna þegar kemur að því að vernda náttúruna gegn virkjanasóðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast svo ekki hafa vott af áhuga á náttúruvernd og eru einmitt líklegir til að breiða út faðminn og móttaka áróður orkugeirans með gleði í hjarta, um leið og þeir kinka samþykkjandi kolli yfir enn frekari virkjanaáformum þar sem náttúruperlum er fórnað eins og ekkert sé.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun