Flokkar í nauðum Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júlí 2019 07:30 Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun