Hvar á borgarstjórinn að sitja? Domino's Körfuboltakvöld kemur til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2019 14:00 Dagur B. Eggertsson bíður spenntur eftir úrslitaeinvíginu í Domino's deild karla enda mætast þar tvö Reykjavíkurlið. vísir/ernir Í fyrsta sinn í 35 ára sögu úrslitakeppni karla í körfubolta mætast tvö Reykjavíkurlið í úrslitum; KR og ÍR. KR er í úrslitum sjötta árið í röð en ÍR í fyrsta sinn. ÍR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigri á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í gær. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hrósaði ÍR-ingum á Twitter í gær. Hann hlakkar að vonum til úrslitaeinvígisins sem hefst á þriðjudaginn.ÍR-ingar skrifuðu nýjan kafla í körfunni í kvöld. Stefnir í magnaðan og sögulegan úrslitaslag. Þvílík veisla! — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 Kjartan Atli Kjartansson bauð Degi að sitja með félögunum í Domino's Körfuboltakvöldi til að koma í veg fyrir að borgarstjórinn þurfi að velja hvorum megin hann eigi að sitja. Kjartan Atli stakk einnig upp á því að Dagur færi yfir leikkerfi liðanna.Þér er boðið að sitja með okkur í Domino’s körfuboltakvöldi, þegar liðin mætast. Þá þarftu ekki að velja hvoru megin þú situr. Mögulega dobblum við þig til að fara yfir leikkerfi liðanna#dominosdeildin — Kjartan Atli (@kjartansson4) April 18, 2019 Dagur þakkaði boðið. Hann bætti því við að heimavellir liðanna væru þeir mögnuðustu á landinu og á endanum myndi Reykjavík vinna.Sannur heiður. Og ekki gleyma því að við erum að tala um tvo mögnuðustu heimavelli landsins! Þetta verður rosalegt! Og sama hvað gerist þá vinnur Reykjavík :) — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð og 17 sinnum alls. ÍR hefur 15 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1977. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1983-84 hefur ÍR aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar en er búið að slá út liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum hennar; Stjörnuna og Njarðvík. KR lenti í 5. sæti og sló Keflavík og Þór Þ. út á leið sinni í úrslitin. KR hefur leikið sjö leiki í úrslitakeppninni í ár en ÍR tíu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert ÍR tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn með sigri á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. 18. apríl 2019 21:37 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn ÍR mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. apríl 2019 22:00 Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta Tímabili Stjörnunnar lauk í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR á heimavelli. 18. apríl 2019 22:42 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Í fyrsta sinn í 35 ára sögu úrslitakeppni karla í körfubolta mætast tvö Reykjavíkurlið í úrslitum; KR og ÍR. KR er í úrslitum sjötta árið í röð en ÍR í fyrsta sinn. ÍR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigri á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í gær. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hrósaði ÍR-ingum á Twitter í gær. Hann hlakkar að vonum til úrslitaeinvígisins sem hefst á þriðjudaginn.ÍR-ingar skrifuðu nýjan kafla í körfunni í kvöld. Stefnir í magnaðan og sögulegan úrslitaslag. Þvílík veisla! — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 Kjartan Atli Kjartansson bauð Degi að sitja með félögunum í Domino's Körfuboltakvöldi til að koma í veg fyrir að borgarstjórinn þurfi að velja hvorum megin hann eigi að sitja. Kjartan Atli stakk einnig upp á því að Dagur færi yfir leikkerfi liðanna.Þér er boðið að sitja með okkur í Domino’s körfuboltakvöldi, þegar liðin mætast. Þá þarftu ekki að velja hvoru megin þú situr. Mögulega dobblum við þig til að fara yfir leikkerfi liðanna#dominosdeildin — Kjartan Atli (@kjartansson4) April 18, 2019 Dagur þakkaði boðið. Hann bætti því við að heimavellir liðanna væru þeir mögnuðustu á landinu og á endanum myndi Reykjavík vinna.Sannur heiður. Og ekki gleyma því að við erum að tala um tvo mögnuðustu heimavelli landsins! Þetta verður rosalegt! Og sama hvað gerist þá vinnur Reykjavík :) — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð og 17 sinnum alls. ÍR hefur 15 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1977. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1983-84 hefur ÍR aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar en er búið að slá út liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum hennar; Stjörnuna og Njarðvík. KR lenti í 5. sæti og sló Keflavík og Þór Þ. út á leið sinni í úrslitin. KR hefur leikið sjö leiki í úrslitakeppninni í ár en ÍR tíu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert ÍR tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn með sigri á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. 18. apríl 2019 21:37 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn ÍR mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. apríl 2019 22:00 Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta Tímabili Stjörnunnar lauk í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR á heimavelli. 18. apríl 2019 22:42 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert ÍR tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn með sigri á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. 18. apríl 2019 21:37
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn ÍR mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. apríl 2019 22:00
Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta Tímabili Stjörnunnar lauk í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR á heimavelli. 18. apríl 2019 22:42