Þegar fólkið rís upp Þorvaldur Gylfason skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Stokkhólmi – Í þessum mánuði eru liðin 30 ár síðan Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og mynduðu 600 km langa keðju sem teygði sig yfir öll löndin þrjú frá norðri til suðurs. Keðjuna mynduðu tvær milljónir manna, fjórða hvert mannsbarn í löndunum þrem, til að undirstrika óskir sínar um frelsi undan oki Rússa og endurheimt sjálfstæðis sér til handa. Hálf öld var þá liðin frá griðasamningi Hitlers og Stalíns frá 1939 sem svipt hafði Eystrasaltslöndin þrjú frelsi og sjálfstæði. Annað mikilvægt vopn Eystrasaltsþjóðanna í sjálfstæðisbaráttunni var söngurinn. Þau sungu saman á fundum. Þau þóttust vita að jafnvel Rauði herinn ræðst ekki gegn syngjandi fólki.Örlagaárið 1989 Fleira gerðist þetta örlagaríka ár, 1989. Þegar stúdentar söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing til að biðja um aukið lýðræði, þetta var í júní, þá sendi ríkisstjórnin 300.000 hermenn á vettvang til að tvístra stúdentunum með vopnavaldi. Ríkisstjórnin segir að 300 manns hafi látið lífið, en aðrar heimildir segja 3.000 eða þar um bil. Þessir atburðir eru ennþá feimnismál í Kína. Ekkert er um þá sagt í kennslubókum handa börnum og unglingum. Harðlínumenn í Kreml heimtuðu að stjórnin beitti vopnavaldi gagnvart Eystrasaltsríkjunum 1989 eins og hún hafði gert í Berlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968, en svo fór þó ekki að þessu sinni því nú blésu nýir vindar í Moskvu þar sem Míkhaíl Gorbatsjov var orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins. Um svipað leyti tókst 600-700 Austur-Þjóðverjum að flýja landið í gegnum örmjóa glufu á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Þegar Rússar létu sem þeir tækju ekki eftir þessu brast á flótti þúsunda sem varð til þess að ungverska ríkisstjórnin opnaði landamæri sín upp á gátt. Stíflan var brostin. Verklýðsfélaginu Samstöðu hafði þá um vorið tekizt að brjóta einræði pólska kommúnistaflokksins á bak aftur og vann í júní í fyrstu frjálsu kosningum í landinu frá 1928 öll þingsæti, að einu undanskildu, önnur en þau sem flokkurinn hafði tryggt sér í forgjöf. Síðar á árinu var Nicolae Sjáseskú steypt af stóli í Rúmeníu og þau hjónin bæði, hann og Elena, skotin eins og hundar. Árið eftir leiddu frjálsar kosningar í Austur-Þýzkalandi til sameiningar landsins við Vestur-Þýzkaland. Önnur kommúnistalönd í Mið- og Austur-Evrópu tóku sér sjálfstæði eitt af öðru án þess að Kreml fengi rönd við reist. Að loknu misheppnuðu valdaráni nokkurra drukkinna Kremlverja lagði æðstaráð kommúnistaflokksins Sovétríkin formlega niður fyrir árslok 1991. Taflinu var lokið.Lýðræði, lög og réttur Atburðarásin hefði getað orðið önnur: blóðbað og áframhaldandi kúgun og ofbeldi í stað frelsis, friðar og lýðræðisvakningar. En svo fór ekki. Eins og hendi væri veifað fjölgaði lýðræðisríkjum heimsins um rösklega 20, Sovétlýðveldin 15 auk kommúnistalandanna í Mið- og Austur-Evrópu sem gengu öll lýðræði og markaðsbúskap á hönd. Búlgarar, Króatar, Pólverjar, Rúmenar, Tékkar, Slóvakar, Slóvenar og Ungverjar gengu frelsinu fegnir í ESB og Albanar, Norður-Makedónar, Svartfellingar og Serbar búast nú til inngöngu. Til að styrkja umsókn sína um aðild réðust Albanar á eigin spýtur og með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með þeim árangri að nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjánni hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum. Það er efni í aðra grein. Af Sovétlýðveldunum 15 afréðu aðeins Eystrasaltslöndin þrjú að ganga í ESB. Vonin um innreið lýðræðis, laga og réttar í hin 12 Sovétríkin sálugu rættist ekki þegar á reyndi. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Eystrasaltslöndunum nú er 8,7 í Lettlandi, 9,1 í Litháen og 9,4 í Eistlandi borið saman við 2,0 í Rússlandi og 3,0 að meðaltali í gömlu Sovétlýðveldunum 12 að Eystrasaltsríkjunum frátöldum. Af þessum 12 ríkjum hafa Georgía, Moldavía og Úkraína þá sérstöðu að Evrópuþingið metur þau reiðubúin til umsóknar um aðild enda eru lýðræðiseinkunnir þeirra á bilinu 5,8 til 6,3, langt fyrir ofan Rússland. Stofnun Bandaríska lögfræðingafélagsins, World Justice Project, gefur æ fleiri löndum einkunnir fyrir dómskerfi og réttarfar með því að leggja mat á m.a. valdmörk og mótvægi við ríkisvald, gegnsæi í andstöðumerkingu við spillingu, virðingu fyrir mannréttindum, framfylgd laga o.fl. Stofnunin gefur Rússlandi og sjö öðrum fv. Sovétlýðveldum að meðaltali einkunnina 5,1 fyrir lög og rétt á móti 8,1 í Eistlandi. Lýðræði, lög og réttur haldast í hendur. Lýðræði á víða undir högg að sækja. Fólkið í Hong Kong (lýðræðiseinkunn 5,9; lög og réttur 7,7) berst nú fyrir lýðræði og réttlæti í borgríkinu sem var brezk nýlenda og naut óskoraðs lýðræðis og mannréttinda til 1996 og býr nú við ógn og yfirgang kommúnistastjórnarinnar í Beijing (lýðræðiseinkunn 1,1; lög og réttur 4,9). Tvær milljónir manna sækja suma útifundina til varnar lýðræðinu. Íbúafjöldi Hong Kong er 7,4 milljónir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Í þessum mánuði eru liðin 30 ár síðan Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og mynduðu 600 km langa keðju sem teygði sig yfir öll löndin þrjú frá norðri til suðurs. Keðjuna mynduðu tvær milljónir manna, fjórða hvert mannsbarn í löndunum þrem, til að undirstrika óskir sínar um frelsi undan oki Rússa og endurheimt sjálfstæðis sér til handa. Hálf öld var þá liðin frá griðasamningi Hitlers og Stalíns frá 1939 sem svipt hafði Eystrasaltslöndin þrjú frelsi og sjálfstæði. Annað mikilvægt vopn Eystrasaltsþjóðanna í sjálfstæðisbaráttunni var söngurinn. Þau sungu saman á fundum. Þau þóttust vita að jafnvel Rauði herinn ræðst ekki gegn syngjandi fólki.Örlagaárið 1989 Fleira gerðist þetta örlagaríka ár, 1989. Þegar stúdentar söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing til að biðja um aukið lýðræði, þetta var í júní, þá sendi ríkisstjórnin 300.000 hermenn á vettvang til að tvístra stúdentunum með vopnavaldi. Ríkisstjórnin segir að 300 manns hafi látið lífið, en aðrar heimildir segja 3.000 eða þar um bil. Þessir atburðir eru ennþá feimnismál í Kína. Ekkert er um þá sagt í kennslubókum handa börnum og unglingum. Harðlínumenn í Kreml heimtuðu að stjórnin beitti vopnavaldi gagnvart Eystrasaltsríkjunum 1989 eins og hún hafði gert í Berlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968, en svo fór þó ekki að þessu sinni því nú blésu nýir vindar í Moskvu þar sem Míkhaíl Gorbatsjov var orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins. Um svipað leyti tókst 600-700 Austur-Þjóðverjum að flýja landið í gegnum örmjóa glufu á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Þegar Rússar létu sem þeir tækju ekki eftir þessu brast á flótti þúsunda sem varð til þess að ungverska ríkisstjórnin opnaði landamæri sín upp á gátt. Stíflan var brostin. Verklýðsfélaginu Samstöðu hafði þá um vorið tekizt að brjóta einræði pólska kommúnistaflokksins á bak aftur og vann í júní í fyrstu frjálsu kosningum í landinu frá 1928 öll þingsæti, að einu undanskildu, önnur en þau sem flokkurinn hafði tryggt sér í forgjöf. Síðar á árinu var Nicolae Sjáseskú steypt af stóli í Rúmeníu og þau hjónin bæði, hann og Elena, skotin eins og hundar. Árið eftir leiddu frjálsar kosningar í Austur-Þýzkalandi til sameiningar landsins við Vestur-Þýzkaland. Önnur kommúnistalönd í Mið- og Austur-Evrópu tóku sér sjálfstæði eitt af öðru án þess að Kreml fengi rönd við reist. Að loknu misheppnuðu valdaráni nokkurra drukkinna Kremlverja lagði æðstaráð kommúnistaflokksins Sovétríkin formlega niður fyrir árslok 1991. Taflinu var lokið.Lýðræði, lög og réttur Atburðarásin hefði getað orðið önnur: blóðbað og áframhaldandi kúgun og ofbeldi í stað frelsis, friðar og lýðræðisvakningar. En svo fór ekki. Eins og hendi væri veifað fjölgaði lýðræðisríkjum heimsins um rösklega 20, Sovétlýðveldin 15 auk kommúnistalandanna í Mið- og Austur-Evrópu sem gengu öll lýðræði og markaðsbúskap á hönd. Búlgarar, Króatar, Pólverjar, Rúmenar, Tékkar, Slóvakar, Slóvenar og Ungverjar gengu frelsinu fegnir í ESB og Albanar, Norður-Makedónar, Svartfellingar og Serbar búast nú til inngöngu. Til að styrkja umsókn sína um aðild réðust Albanar á eigin spýtur og með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með þeim árangri að nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjánni hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum. Það er efni í aðra grein. Af Sovétlýðveldunum 15 afréðu aðeins Eystrasaltslöndin þrjú að ganga í ESB. Vonin um innreið lýðræðis, laga og réttar í hin 12 Sovétríkin sálugu rættist ekki þegar á reyndi. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Eystrasaltslöndunum nú er 8,7 í Lettlandi, 9,1 í Litháen og 9,4 í Eistlandi borið saman við 2,0 í Rússlandi og 3,0 að meðaltali í gömlu Sovétlýðveldunum 12 að Eystrasaltsríkjunum frátöldum. Af þessum 12 ríkjum hafa Georgía, Moldavía og Úkraína þá sérstöðu að Evrópuþingið metur þau reiðubúin til umsóknar um aðild enda eru lýðræðiseinkunnir þeirra á bilinu 5,8 til 6,3, langt fyrir ofan Rússland. Stofnun Bandaríska lögfræðingafélagsins, World Justice Project, gefur æ fleiri löndum einkunnir fyrir dómskerfi og réttarfar með því að leggja mat á m.a. valdmörk og mótvægi við ríkisvald, gegnsæi í andstöðumerkingu við spillingu, virðingu fyrir mannréttindum, framfylgd laga o.fl. Stofnunin gefur Rússlandi og sjö öðrum fv. Sovétlýðveldum að meðaltali einkunnina 5,1 fyrir lög og rétt á móti 8,1 í Eistlandi. Lýðræði, lög og réttur haldast í hendur. Lýðræði á víða undir högg að sækja. Fólkið í Hong Kong (lýðræðiseinkunn 5,9; lög og réttur 7,7) berst nú fyrir lýðræði og réttlæti í borgríkinu sem var brezk nýlenda og naut óskoraðs lýðræðis og mannréttinda til 1996 og býr nú við ógn og yfirgang kommúnistastjórnarinnar í Beijing (lýðræðiseinkunn 1,1; lög og réttur 4,9). Tvær milljónir manna sækja suma útifundina til varnar lýðræðinu. Íbúafjöldi Hong Kong er 7,4 milljónir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun