Jón Arnór Stefánsson hafði áður gefið það út að hundraðasti landsleikur hans yrði hans síðasti en Ísland spilar við Portúgal í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn í forkeppni EM.
KKÍ staðfestir það á Twittersíðu sambandsins að þetta verði einnig síðasti leikurinn hans Hlyns.
Síðasti landsleikur Hlyns!
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði, hefur ákveðið að leika sinn 125. og sinn síðasta landsleik gegn Portúgal í Höllinni hér heima á fimmtudaginn.
Fjölmennum og kveðjum Hlyn og Jón Arnór!
Miðasala á Tix:is: https://t.co/B9xAFyeqni#korfuboltipic.twitter.com/NZ8PZipQkL
— KKÍ (@kkikarfa) February 18, 2019
Hlynur Bæringsson hefur spilað 124. landsleiki frá árinu 2000 þar af 77 þeirra sem fyrirliði. Hann hefur skorað 1269 stig í þessum leikjum eða 10,3 að meðaltali í leik.
Hlynur lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Makedóníu í Skopje 23. febrúar 2000 en fyrsti heimaleikur hans og næsti landsleikur var þó ekki fyrr en á móti Noregi í DHL-höllinni 24. maí 2003.
Hlynur var fyrirliði íslenska landsliðsins á tveimur fyrstu stórmótum sínum á Eurobasket 2017 í Berlín og Eurobasket 2019 í Helsinki.