Körfubolti

Sjáðu nýjasta KR-inginn troða með tilþrifum í leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dino Cinac.
Dino Cinac. Skjámynd/Youtube/PEPI SPORT

KR-ingar ætla að bæta tveggja metra Króata í liðið sitt eftir áramót en DinoCinac hefur samið um að spila með KR í Domino´s deild karla.

Rúv segir frá því að KR-ingar hafi samið við kraftframherjann DinoCinac sem hefur leikið með með KrkaNovoMesto í slóvensku úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil.

DinoCinac er 31 árs gamall og 201 sentímetrar á hæð en hann er fæddur 16. október 1988.

Á síðasta tímabili með KrkaNovoMesto var DinoCinac með 10,2 stig og 4,7 fráköst að meðaltali á 16,8 mínútum í leik en tímabilið á undan var hann með 10,8 stig og 4,7 fráköst á 22,8 mínútum í leik.

DinoCinac hefur leikið áður á Norðurlöndum því tímabilið 2016-17 lék hann með Jamtland í Svíþjóð og var þá með 16,8 stig og 6,3 fráköst að meðaltali auk þess að hitta úr 40 prósent þriggja stiga skota sinna.

Hér fyrir neðan má sjá DinoCinac troða með tilþrifum í leik með Krka á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×