Annar „El Clasico“ í beinni á milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 13:30 Facundo Campazzo í leik með Real Madrid á móti Barcelona. Getty/Sonia Canada Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum. Körfubolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum.
Körfubolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira