Samfélag Fjóla V. Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2019 12:00 Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar