Körfubolti

Magnaður Hard­en heldur á­fram að fara á kostum og Den­ver er á skriði | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden í baráttunni fyrr í vetur.
Harden í baráttunni fyrr í vetur. vísir/getty

Denver vann sinn sjöunda leik í röð í NBA-körfuboltanum í nótt er liðið vann tveggja stiga sigur á Phoenix í hörkuleik, 113-111.

Ekkert lið í öllum NBA-körfuboltanum er á betra skriði en Denver en samanlagt hefur liðið unnið 21 af fyrstu 29 leikjunum sínum í Vesturdeildinni.

James Harden hefur verið magnaður í vetur og hann hélt uppteknum hætti í nótt er hann skoraði 34 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Houston tapaði fyrir Sacramento, 113-104.







Eftir frábæra byrjun á deildinni var þetta fjórða tap Houston í röð en Golden State Warriors eru hins vegar að vakna til lífsins. Þeir unnu sinn annan leik í röð og alls sjöunda leik í vetur er liðið hafði betur gegn Minnesota, 113-104.







Öll úrslit næturinnar:

Atlanta - Cleveland 118-121

Philadelphia - Cleveland 125-109

Toronto - Indiana 115-120 (eftir framlengingu)

Washington - New York 121-115

Chicago - Orlando 95-103

Utah - Miami 104-107

San Antonio - Memphis 145-115

Denver - Phoenix 113-111

New Orleans - Portland 102-94

Houston - Sacramento 113-104

Minnesota - Golden State 104-113







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×