Sport

Sagður fá 40 milljarða króna fyrir að spila hafnabolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cole í leik með Astros.
Cole í leik með Astros. vísir/getty

Kastarinn eftirsótti Gerritt Cole var í dag sagður vera á leið til NY Yankees í MLB-hafnaboltadeildinni og þar mun hann fá metsamning.

Samkvæmt heimildum stóru bandarísku miðlanna þá mun Cole gera níu ára samning við Yankees og fá fyrir hann tæpa 40 milljarða króna eða 324 milljónir dollara. Þetta verður verðmætasti samningur í sögu deildarinnar.

Það eru ýmis ákvæði í samningnum og þar á meðal að hægt verður að segja honum upp eftir fimm ár.

Cole er 29 ára gamall og hefur verið einn besti kastarinn í deildinni en hann var á mála hjá Houston Astros.

Þetta er draumasamningur hjá Cole á margan hátt enda alinn upp sem stuðningsmaður Yankees og fær nú að lifa drauminn að spila fyrir félagið og ekki skemmir fyrir að fá vel greitt í leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×