Handbolti

Í ellefta sinn sem Þórir kemur Noregi í undanúrslit á 13 stórmótum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Noregur hefur unnið til tíu verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris.
Noregur hefur unnið til tíu verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris. vísir/getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á HM í Japan með sigri á Þýskalandi, 32-29.

Þetta er í ellefta sinn sem Þórir Hergeirsson kemur Noregi í undanúrslit á stórmóti.

Þórir tók við norska liðinu 2009 og er á sínu þrettánda stórmóti með það. Í ellefu skipti hefur Noregur spilað um verðlaun á stórmóti undir stjórn Þóris.

Einu skiptin sem Noregur komst ekki í undanúrslit stórmóts undir stjórn Þóris var á HM 2013 og EM 2018. Á báðum mótunum endaði norska liðið í 5. sæti.

Síðan Þórir tók við norska liðið hefur það unnið til tíu verðlauna; sex gull, tvö silfur og tvö brons.

Noregur mætir Spáni í undanúrslitum HM á föstudaginn. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Rússland og Holland við.

Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fara fram á sunnudaginn.

Árangur Noregs á stórmótum undir stjórn Þóris

HM:
2009 - brons
2011 - gull
2013 - 5. sæti
2015 - gull
2017 - silfur
2019 - ?

EM:
2010 - gull
2012 - silfur
2014 - gull
2016 - gull
2018 - 5. sæti

ÓL:
2012 - gull
2016 - brons


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.