Körfubolti

Lakers fyrstir til að vinna Miami á heimavelli | Harden með 50 stig annan leik í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron sótti sigur á gamla heimavöllinn.
LeBron sótti sigur á gamla heimavöllinn. vísir/getty

LeBron James var einu frákasti frá þrefaldri tvennu þegar Los Angeles Lakers vann hans gömlu félaga í Miami Heat, 110-113. Þetta var fyrsta tap Miami á heimavelli á tímabilinu og þrettándi útisigur Lakers í röð.James skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 33 stig fyrir Lakers sem er á toppi Vesturdeildar NBA með 23 sigra og þrjú töp.Átta aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði meira en 50 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot annan leikinn í röð þegar Houston Rockets bar sigurorð af Orlando Magic, 107-130. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur afrekað það. Harden skoraði 54 stig og hitti úr tíu af 15 þriggja stiga skotum sínum.Milwaukee Bucks vann sinn sautjánda leik í röð þegar liðið lagði Memphis Grizzlies að velli, 114-127.Giannis Antetokounmpo var stigahæstur Milwaukee-manna með 37 stig. Khris Middleton skoraði 26 stig. Milwaukee er á toppi Austurdeildarinnar með 23 sigra og þrjú töp.Paul George og Kawhi Leonard skoruðu báðir yfir 40 stig þegar Los Angeles Clippers vann Minnesota Timberwolves, 117-124.George skoraði 46 stig og Leonard 42 stig. Sá síðarnefndi tók 19 vítaskot í leiknum og hitti úr þeim öllum.Úrslitin í nótt:

Miami 110-113 LA Lakers

Orlando 107-130 Houston

Memphis 114-127 Milwaukee

Minnesota 117-124 LA Clippers

Philadelphia 116-109 New Orleans

Atlanta 100-110 Indiana

Chicago 73-83 Charlotte

Utah 114-106 Golden State

Sacramento 101-103 NY Knicks

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.