Körfubolti

Lakers fyrstir til að vinna Miami á heimavelli | Harden með 50 stig annan leik í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron sótti sigur á gamla heimavöllinn.
LeBron sótti sigur á gamla heimavöllinn. vísir/getty

LeBron James var einu frákasti frá þrefaldri tvennu þegar Los Angeles Lakers vann hans gömlu félaga í Miami Heat, 110-113. Þetta var fyrsta tap Miami á heimavelli á tímabilinu og þrettándi útisigur Lakers í röð.

James skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 33 stig fyrir Lakers sem er á toppi Vesturdeildar NBA með 23 sigra og þrjú töp.


Átta aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

James Harden skoraði meira en 50 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot annan leikinn í röð þegar Houston Rockets bar sigurorð af Orlando Magic, 107-130. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur afrekað það. Harden skoraði 54 stig og hitti úr tíu af 15 þriggja stiga skotum sínum.


Milwaukee Bucks vann sinn sautjánda leik í röð þegar liðið lagði Memphis Grizzlies að velli, 114-127.

Giannis Antetokounmpo var stigahæstur Milwaukee-manna með 37 stig. Khris Middleton skoraði 26 stig. Milwaukee er á toppi Austurdeildarinnar með 23 sigra og þrjú töp.


Paul George og Kawhi Leonard skoruðu báðir yfir 40 stig þegar Los Angeles Clippers vann Minnesota Timberwolves, 117-124.

George skoraði 46 stig og Leonard 42 stig. Sá síðarnefndi tók 19 vítaskot í leiknum og hitti úr þeim öllum.


Úrslitin í nótt:
Miami 110-113 LA Lakers
Orlando 107-130 Houston
Memphis 114-127 Milwaukee
Minnesota 117-124 LA Clippers
Philadelphia 116-109 New Orleans
Atlanta 100-110 Indiana
Chicago 73-83 Charlotte
Utah 114-106 Golden State
Sacramento 101-103 NY Knicks

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.