Handbolti

Sigvaldi með þrjú mörk í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty

Einn íslenskur landsliðsmaður var í eldlínunni í norska handboltanum í dag þegar norsku meistararnir í Elverum heimsóttu Runar.

Aldrei var spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda því Elverum leiddi með þrettán mörkum í leikhléi, 11-24. Meistararnir slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik en unnu engu að síður öruggan sigur með ellefu mörkum, 30-41.

Sigvaldi nýtti öll þrjú skot sín í leiknum en Jonas Burud og Simen Pettersen voru markahæstir með 7 mörk hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.