Körfubolti

Doncic meiddist þegar Dallas tapaði í framlengingu | Átjándi sigur Milwaukee í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jimmy Butler og félagar unnu Dallas eftir framlengingu.
Jimmy Butler og félagar unnu Dallas eftir framlengingu. vísir/getty

Luka Doncic fór meiddur af velli þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir Miami Heat, 118-122, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt.

Doncic sneri sig á ökkla í byrjun leiks og búist er við því að Slóveninn missi af næstu leikjum Dallas.

Án Doncic lenti Dallas mest 24 stigum undir en kom til baka, átti möguleika á að vinna undir lok venjulegs leiktíma en endaði á því að tapa í framlengingu.

Jimmy Butler skoraði 27 stig fyrir Miami sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Bam Adebayo var með 18 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Tim Hardaway yngri skoraði 28 stig fyrir Dallas sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.


Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Milwaukee Bucks vann átjánda leikinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli, 108-125.

Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig fyrir Milwaukee og Khris Middleton 24.


Þrjátíuogníu stig James Harden dugðu Houston Rockets ekki til sigurs gegn Detroit Pistons. Lokatölur 107-115, Detroit í vil.

Luke Kennard skoraði 22 stig fyrir Detroit og Derrick Rose skoraði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar.


Meistarar Toronto Raptors báru sigurorð af Brooklyn Nets, 110-102.

Pascal Siakam skoraði 30 stig fyrir Toronto og Norman Powell var með 25 stig. Marc Gasol skoraði 15 stig og tók 17 fráköst.


Úrslitin í nótt:
Miami 122-118 Dallas
Milwaukee 125-108 Cleveland
Detroit 115-107 Houston
Brooklyn 102-110 Toronto
San Antonio 121-119 Phoenix
LA Clippers 106-109 Chicago
Washington 111-128 Memphis
Oklahoma 102-110 Denver

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.