Doncic meiddist þegar Dallas tapaði í framlengingu | Átjándi sigur Milwaukee í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2019 09:50 Jimmy Butler og félagar unnu Dallas eftir framlengingu. vísir/getty Luka Doncic fór meiddur af velli þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir Miami Heat, 118-122, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt. Doncic sneri sig á ökkla í byrjun leiks og búist er við því að Slóveninn missi af næstu leikjum Dallas. Án Doncic lenti Dallas mest 24 stigum undir en kom til baka, átti möguleika á að vinna undir lok venjulegs leiktíma en endaði á því að tapa í framlengingu. Jimmy Butler skoraði 27 stig fyrir Miami sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Bam Adebayo var með 18 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Tim Hardaway yngri skoraði 28 stig fyrir Dallas sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. WHAT A FINISH between the @MiamiHEAT and @dallasmavs! ▪️ Bam posts a triple-double ▪️ Tim Hardaway Jr. drops 28 PTS ▪️ DAL comes back from down 24 ▪️ MIA moves to 5-0 in OT this season! pic.twitter.com/SnbJ8o0jvH— NBA (@NBA) December 15, 2019 Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Milwaukee Bucks vann átjánda leikinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli, 108-125. Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig fyrir Milwaukee og Khris Middleton 24. @Giannis_An34 (29 PTS) and @Khris22m (24 PTS) combine for 53 PTS as the @Bucks win their 18th in a row! pic.twitter.com/X2z8m6HsnX— NBA (@NBA) December 15, 2019 Þrjátíuogníu stig James Harden dugðu Houston Rockets ekki til sigurs gegn Detroit Pistons. Lokatölur 107-115, Detroit í vil. Luke Kennard skoraði 22 stig fyrir Detroit og Derrick Rose skoraði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar. @drose pours in 20 PTS and drops 12 dimes to power the @DetroitPistons in Houston! pic.twitter.com/ey8x8QhZfU— NBA (@NBA) December 15, 2019 Meistarar Toronto Raptors báru sigurorð af Brooklyn Nets, 110-102. Pascal Siakam skoraði 30 stig fyrir Toronto og Norman Powell var með 25 stig. Marc Gasol skoraði 15 stig og tók 17 fráköst. Norman POWELL pic.twitter.com/1juWQbS77p— NBA (@NBA) December 15, 2019 Úrslitin í nótt: Miami 122-118 Dallas Milwaukee 125-108 Cleveland Detroit 115-107 Houston Brooklyn 102-110 Toronto San Antonio 121-119 Phoenix LA Clippers 106-109 Chicago Washington 111-128 Memphis Oklahoma 102-110 Denver the updated #NBA standings through Dec. 14! pic.twitter.com/wT4L3xUada— NBA (@NBA) December 15, 2019 NBA Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Luka Doncic fór meiddur af velli þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir Miami Heat, 118-122, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt. Doncic sneri sig á ökkla í byrjun leiks og búist er við því að Slóveninn missi af næstu leikjum Dallas. Án Doncic lenti Dallas mest 24 stigum undir en kom til baka, átti möguleika á að vinna undir lok venjulegs leiktíma en endaði á því að tapa í framlengingu. Jimmy Butler skoraði 27 stig fyrir Miami sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Bam Adebayo var með 18 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Tim Hardaway yngri skoraði 28 stig fyrir Dallas sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. WHAT A FINISH between the @MiamiHEAT and @dallasmavs! ▪️ Bam posts a triple-double ▪️ Tim Hardaway Jr. drops 28 PTS ▪️ DAL comes back from down 24 ▪️ MIA moves to 5-0 in OT this season! pic.twitter.com/SnbJ8o0jvH— NBA (@NBA) December 15, 2019 Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Milwaukee Bucks vann átjánda leikinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli, 108-125. Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig fyrir Milwaukee og Khris Middleton 24. @Giannis_An34 (29 PTS) and @Khris22m (24 PTS) combine for 53 PTS as the @Bucks win their 18th in a row! pic.twitter.com/X2z8m6HsnX— NBA (@NBA) December 15, 2019 Þrjátíuogníu stig James Harden dugðu Houston Rockets ekki til sigurs gegn Detroit Pistons. Lokatölur 107-115, Detroit í vil. Luke Kennard skoraði 22 stig fyrir Detroit og Derrick Rose skoraði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar. @drose pours in 20 PTS and drops 12 dimes to power the @DetroitPistons in Houston! pic.twitter.com/ey8x8QhZfU— NBA (@NBA) December 15, 2019 Meistarar Toronto Raptors báru sigurorð af Brooklyn Nets, 110-102. Pascal Siakam skoraði 30 stig fyrir Toronto og Norman Powell var með 25 stig. Marc Gasol skoraði 15 stig og tók 17 fráköst. Norman POWELL pic.twitter.com/1juWQbS77p— NBA (@NBA) December 15, 2019 Úrslitin í nótt: Miami 122-118 Dallas Milwaukee 125-108 Cleveland Detroit 115-107 Houston Brooklyn 102-110 Toronto San Antonio 121-119 Phoenix LA Clippers 106-109 Chicago Washington 111-128 Memphis Oklahoma 102-110 Denver the updated #NBA standings through Dec. 14! pic.twitter.com/wT4L3xUada— NBA (@NBA) December 15, 2019
NBA Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira