Handbolti

Í fyrsta sinn sem Noregur vinnur ekki til verðlauna eftir að hafa komist í undanúrslit undir stjórn Þóris

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir hefur stýrt norska landsliðinu síðan 2009.
Þórir hefur stýrt norska landsliðinu síðan 2009. vísir/getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson stýrir, tapaði fyrir Rússlandi, 28-33, í leiknum um bronsið á HM í Japan.

Þetta er í fyrsta sinn sem Noregur vinnur ekki til verðlauna eftir að hafa komist í undanúrslit á stórmóti undir stjórn Þóris.

Hann hefur stýrt Noregi á 13 stórmótum og á þeim hefur liðið unnið til tíu verðlauna; sex gull, tvö silfur og tvö brons.

Norska liðið byrjaði betur í bronsleiknum í dag en um miðjan fyrri hálfleik náði það rússneska yfirhöndinni. Rússar breyttu stöðunni úr 9-8 í 9-13 og náðu góðu forskoti sem þær létu ekki af hendi. Staðan í hálfleik var 15-18, Rússlandi í vil.

Í seinni hálfleik náði Noregur aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk og Rússland vann nokkuð öruggan sigur, 28-33.

Stine Oftedal og Emilie Arntzen skoruðu sjö mörk hvor fyrir norska liðið.

Holland og Spánn mætast í úrslitaleik HM klukkan 11:30. Hvorugt liðið hefur áður orðið heimsmeistari.

Árangur Noregs á stórmótum undir stjórn Þóris

HM:
2009 - brons
2011 - gull
2013 - 5. sæti
2015 - gull
2017 - silfur
2019 - 4. sæti

EM:
2010 - gull
2012 - silfur
2014 - gull
2016 - gull
2018 - 5. sæti

ÓL:
2012 - gull
2016 - bronsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.