Handbolti

Viggó reyndist gömlu félögunum erfiður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viggó var öflugur gegn Leipzig, liðinu sem hann hóf tímabilið með.
Viggó var öflugur gegn Leipzig, liðinu sem hann hóf tímabilið með. vísir/getty

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk þegar Wetzlar vann hans gömlu félaga í Leipzig, 26-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.Viggó hóf tímabilið með Leipzig en gekk í raðir Wetzlar fyrir um mánuði. Wetzlar er í 9. sæti deildarinnar með 16 stig, einu sæti og tveimur stigum á eftir Leipzig sem hefur leikið einum leik meira.Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Erlangen til sigurs á Minden, 26-29. Þetta var annar sigur Erlangen í röð. Liðið er í 12. sæti deildarinnar.Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem laut í lægra haldi fyrir Magdeburg, 23-24.Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað fyrir Bergischer sem hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 10. sæti deildarinnar.Strákarnir hans Geirs Sveinssonar í Nordhorn-Lingen töpuðu fyrir Göppingen á útivelli, 28-26. Nordhorn er í átjánda og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, átta stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.