Innlent

For­sætis­ráð­herra og sam­göngu­ráð­herra í Víg­línunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á laugardag voru tvö ár liðin frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær hana til sín í Víglínuna en nú þegar kjörtímabilið er hálfnað hefur einn þingmanna Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Þá er spurning hvort frumvarp Katrínar um uppljóstrara nái til Jóhannesar Stefánssonar sem upplýsti um meintar mútur Samherja í Namibíu og hvað veldur því að héraðssaksóknari fékk ekki auka fjárveitingu á fjárlögum.

Þá var breytt samgönguáætlun lögð fram á Alþingi í gær þar sem kveðið er á um hundruð milljarða framkvæmdir í vega, flugvalla og hafnarmálum. Þessar áætlanir valda alla jafna miklum deilum á Alþingi og því ekki úr vegi að fá Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að ræða þær og fleiri mál.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og fer síðan á sjónvarpssvæði Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×