Körfubolti

Tryggvi og félagar skelltu toppliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason vísir/daníel

Tryggvi Snær Hlinason átti stórgóðan leik þegar Zaragoza vann sigur á toppliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Tryggvi skoraði 12 stig, tók auk þess 9 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hann var á meðal stigahæstu manna í liði Zaragoza, Nemanja Radovic var stigahæstur með 14 stig.

Leikurinn fór 84-67 fyrir Zargoza en heimamenn höfðu verið yfir í leiknum nær allan tímann. Real Madird hékk þó í heimamönnum fram undir lok fyrri hálfleiks, staðan var 42-33 í hálfleik.

Gestirnir gerðu áhlaup í upphafi seinni hálfleiks en Zaragoza svaraði því áhlaupi og kæfði svo leikinn í upphafi fjórða leikhluta. Að lokum varð sigurinn mjög öruggur.

Þetta var aðeins annar tapleikur Real Madrid á tímabilinu en Zaragoza er nú aðeins einum sigri frá Real á toppnum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.