Handbolti

Seinni bylgjan: HK nær 4. sætinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK komst upp í 4. sæti Olís-deildar kvenna með sigri á KA/Þór, 32-27, í Kórnum á laugardaginn.Logi Geirsson hefur trú á HK-liðinu sem hefur átt marga góða leiki í vetur.„Ég held að HK klári þetta í 4. sætinu. Ég hef trú á þeim,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni í gær.Díana Kristín Sigmarsdóttir var valin leikmaður umferðarinnar en hún skoraði níu mörk fyrir HK gegn KA/Þór.„Hún átti ótrúlega flottan leik og er búin að vera góð í vetur,“ sagði Logi.Umræðuna í Olís-deild kvenna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.