Seinni bylgjan: HK nær 4. sætinu
HK komst upp í 4. sæti Olís-deildar kvenna með sigri á KA/Þór, 32-27, í Kórnum á laugardaginn.
Logi Geirsson hefur trú á HK-liðinu sem hefur átt marga góða leiki í vetur.
„Ég held að HK klári þetta í 4. sætinu. Ég hef trú á þeim,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni í gær.
Díana Kristín Sigmarsdóttir var valin leikmaður umferðarinnar en hún skoraði níu mörk fyrir HK gegn KA/Þór.
„Hún átti ótrúlega flottan leik og er búin að vera góð í vetur,“ sagði Logi.
Umræðuna í Olís-deild kvenna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Gulli greinir sigur Stjörnunnar á ÍBV
Stjarnan vann virkilega öflugan sigur á ÍBV í Olís-deild karla á föstudagskvöldið en þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í háa herrans tíð.

Seinni bylgjan: Hvað haldið þið að Haukur Þrastarson sé?
Eru Selfyssingar að nota Hauk Þrastarson vitlaust?. Seinni bylgjan ræddi þetta í gær eftir að Haukur átti ekki góðan leik í stórleiknum á móti FH.

Seinni bylgjan: Af hverju er Einar Andri að hætta með Aftureldingarliðið?
Einar Andri Einarsson hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil með lið Aftureldingar í Olís deild karla í handbolta og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þessa ákvörðun Einars Andra.

Seinni bylgjan: Landsliðsumræða í Lokaskotinu
Það var landsliðsþema í Lokaskotinu í gær er Henry Birgir Gunnarsson, Logi Geirsson og Guðlaugur Arnarson fóru yfir stöðuna.

Topp 5 í Seinni bylgjunni: Mestu leiðtogar Olís deildar karla
Logi Geirsson var mættur aftur í Seinni bylgjuna í gær og valdi hann topp fimm leikmennina sem eru mestu leiðtogarnir í deildinni.