Handbolti

Seinni bylgjan: HK nær 4. sætinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

HK komst upp í 4. sæti Olís-deildar kvenna með sigri á KA/Þór, 32-27, í Kórnum á laugardaginn.

Logi Geirsson hefur trú á HK-liðinu sem hefur átt marga góða leiki í vetur.

„Ég held að HK klári þetta í 4. sætinu. Ég hef trú á þeim,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni í gær.

Díana Kristín Sigmarsdóttir var valin leikmaður umferðarinnar en hún skoraði níu mörk fyrir HK gegn KA/Þór.

„Hún átti ótrúlega flottan leik og er búin að vera góð í vetur,“ sagði Logi.

Umræðuna í Olís-deild kvenna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.