Körfubolti

50 stig frá Davis í sigri Lakers | Myndbönd

Davis í baráttunni í nótt.
Davis í baráttunni í nótt. vísir/getty

Anthony Davis gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig er Los Angeles Lakers vann sjö stiga sigur á Minnesota í NBA-körfuboltanum í nótt, 142-125.

Davis var eðlilega lang stigahæsti leikmaður Lakers en að auki tók hann sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. LeBron James gerði 32 stig, gaf þrettán stoðsendingar og tók fjögur fráköst.

Framlengt var í Miami þar sem heimamenn unnu fimm stiga sigur á Chicago og Kawhi Leonard var í stuði er Clippers unnu sigur á Washington. Hann gerði 34 stig og tók ellefu fráköst.
Úrslit næturinnar:
Denver - Brooklyn 102-105
Atlanta - Charlotte 122-107
Chicago - Miami 105-110 (eftir framlengingu)
Toronto - Philadelphia 104-110
LA Clippers - Washington 135-119
Sacramento - Dallas 110-106
Oklahoma - Portland 108-96
Minnesota - LA Lakers 125-142

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.