Enski boltinn

„E­ver­ton ætti að gefa Dun­can starfið út leik­tíðina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Duncan Ferguson fagnar ákaflega í leiknum um helgina.
Duncan Ferguson fagnar ákaflega í leiknum um helgina. vísir/getty

Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að Everton eigi að gefa Duncan Ferguson stjórastarfið út leiktíðina.

Everton-goðsögnin stýrði félaginu á laugardaginn er liðið vann 3-1 sigur á Chelsea á heimavelli en Marco Silva var rekinn úr starfi í síðustu viku.

Everton leitar nú að nýjum stjóra en Redknapp segir að þeir þurfi ekki að leita langt. Hann skrifar um málið í Daily Mail í dag.

„Ef þú ert hlutlaus áhorfandi þá er ekkert betra en að fara á Goodison Park þegar stuðningsmennirnir eru í stuði. Hárin rísa upp en ef þú ert andstæðingur, trúðu mér, þá er það ógnvekjandi. Þeir rísa upp og fagna góðri tæklingu eins og marki,“ sagði Redknapp í pistli sínum.

„Það er enginn eins staður og þessi í ensku úrvalsdeildinni eða út í heimi. Það er það sem ég elska við Everton. Þeir eru ekki hugsi yfir falegum fótbolta. Það sem þeir vilja helst sjá er ástríða og ákefð.“







„Þetta var það sem ég sá þegar Duncan Ferguson var á vellinum og ég spilaði nokkrum sinnum gegn honum. Það kom mér því ekkert á óvart hvað gerðist gegn Chelsea á laugardaginn. Löngun hans til þess að vinna er ótrúleg.“

„Þegar ég sá hann svona stoltan á hliðarlínunni, hlaupandi niður eftir hliðarlínunni, knúsandi boltastrákanna hugsaði ég: Hann vill fá starfið. Og af hverju ekki? Af hverju ekki að leyfa honum að taka við út tímabilið? Hann elskar Everton meira en allt. Hann er þeirra maður og eins blár og þeir verða.“







„Þeir unnu Chelsea þægilega og lyftu sér úr fallsæti,“ sagði Redknapp en allan pistil hans má lesa hér.

Everton mætir Manchester United um næstu helgi og verður Ferguson að öllum líkindum enn í stjórastólnum hjá Everton í þeim leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×