Körfubolti

Luka Doncic kominn fram úr Michael Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic hefur verið frábær og mjög stöðugur í sínum leik.
Luka Doncic hefur verið frábær og mjög stöðugur í sínum leik. Getty/ Tim Warner

Hinn tvítugi Luka Doncic hefur verið magnaður með Dallas Mavericks á þessu tímabili og er kominn í umræðuna um bestu leikmenn tímabilsins. Hann komst síðan fram úr Michael Jordan í síðasta leik.Luka Doncic var með 27 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar í síðasta leik Dallas Mavericks og náði þar með nítjánda 20-5-5 leiknum sínum í röð.Aðeins einn maður hafði náð átján slíkum leikjum í röð síðan að NBA og ABA deildirnar sameinuðust árið 1976. Sá heitir Michael Jordan.

Oscar Robertson er nú eini leikmaður sem hefur náð fleiri 20-5-5 leikjum í röð í sögu NBA deildarinnar.Luka Doncic var spurður út í þetta „met“ sitt þegar blaðamenn hittu hann í dag og Slóveninn vildi gera lítið úr þessu.„Ég held að þetta sé aðeins of mikil tölfræði. Það er ekki hægt að bera neinn saman við Michael Jordan,“ sagði Luka Doncic eins og sjá má hér fyrir neðan.

Luka Doncic er með 30,0 stig, 9,8 fráköst og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu 23 leikjum sínum á tímabilinu en í fyrra var hann með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar í leik á nýliðatímabilinu í fyrra.Luka Doncic verður ekki 21 árs fyrr en í lok febrúar á næsta ári en Michael Jordan kom ekki inn í NBA-deildina þegar hann var orðinn 21 árs.Nítján 20-5-5 leikir Luka Doncic í röð:

1. Lakers - 31 stig, 13 fráköst, 15 stoðsendingar

2. Cavaliers - 29 stig, 14 fráköst, 15 stoðsendingar

3. Magic - 27 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar

4. Knicks - 38 stig, 14 fráköst, 10 stoðsendingar

5. Grizzlies - 24 stig, 14 fráköst, 8 stoðsendingar

6. Celtics - 34 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar

7. Knicks - 33 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar

8. Raptors - 26 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar

9. Spurs - 42 stig, 11 fráköst, 12 stoðsendingar

10. Warriors - 35 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar

11. Cavaliers - 30 stig, 7 fráköst, 14 stoðsendingar

12. Rockets - 41 stig, 6 fráköst, 10 stoðsendingar

13. Clippers - 22 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar

14. Suns - 42 stig, 9 fráköst, 11 stoðsendingar

15. Lakers - 27 stig, 9 fráköst, 10 stoðsendingar

16. Pelicans - 33 stig, 18 fráköst, 5 stoðsendingar

17. Timberwolves - 22 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar

18. Pelicans - 26 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar

19. Kings- 27 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.