Förum vel með Plánetu A – það er engin Pláneta B Sigurjón Þór Atlason og Matthildur Sigurjónsdóttir og Telma Ósk Bergþórsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 11:00 Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar