Handbolti

Verður ekki áfram þrátt fyrir að hafa náð besta árangri í sögu félagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn tók við Erlangen haustið 2017.
Aðalsteinn tók við Erlangen haustið 2017. vísir/Getty

Aðalsteinn Eyjólfsson lætur af störfum sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma.

Við starfi Aðalsteins hjá Erlangen tekur Michael Haaß, fyrirliði liðsins.

Aðalsteinn tók við Erlangen haustið 2017. Tímabilið 2017-18 endaði liðið í 13. sæti með 25 stig, ellefu stigum frá fallsæti.

Á síðasta tímabili náði Erlangen svo besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 9. sæti þýsku deildarinnar með 30 stig.

„Við erum mjög þakklát Aðalsteini fyrir það sem hann hefur gert fyrir félagið og viljum gera vel á þessu tímabili,“ segir Rene Selke, framkvæmdastjóri Erlangen.

Erlangen er í 12. sæti þýsku deildarinnar með tíu stig, fimm stigum frá fallsæti.

Haaß hættir að spila með Erlangen í lok árs og tekur við U-23 ára liði félagsins þangað til í sumar. Haaß varð heimsmeistari með þýska landsliðinu 2007.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.