Körfubolti

Sportpakkinn: „Enginn landsliðsþjálfari er óumdeildur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedersen hefur stýrt íslenska landsliðinu síðan 2014.
Pedersen hefur stýrt íslenska landsliðinu síðan 2014. vísir/vilhelm
Craig Pedersen verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við KKÍ.

„Hann hefur setið undir gagnrýni en það er enginn landsliðsþjálfari óumdeildur. Við viljum hafa gagnrýna umræðu um landsliðin okkar og ég skil vel að sumir séu ekki ánægðir með hitt og þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

Pedersen vill koma íslenska liðinu aftur á stórmót.

„Markmiðið er að byggja upp lið sem getur barist um að komast á EM,“ sagði Pedersen.

Íslenska liðið sem leggur af stað í næstu verkefni er ungt að árum.

„Eitt af markmiðunum er að gefa þessum strákum tækifæri til að öðlast reynslu sem kjarninn sem okkur á EM 2015 og 2017 hafði. Þeir voru saman í næstum því 20 ár. Vonandi tekur þetta ekki 20 ár en það tekur tíma að öðlast reynslu og sjálfstraust á hæsta getustigi,“ sagði Pedersen.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Pedersen endurráðinn
 


Tengdar fréttir

Pedersen endurráðinn

Craig Pedersen verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×