Sport

Í beinni í dag: Barcelona, Real, Juventus og stór­leikur í Domin­os-deild kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta í dag.
Brot af því besta í dag. vísir/getty/bára/samsett

Eins og flestra aðra laugardaga er dagskráin þétt á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld en alls eru tíu beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Hægt er að taka daginn snemma með DP World Tour meistaramótinu en útsending hefst klukkan sjö. Mótið er eitt af þremur golfmótum sem er sýnt frá í dag.

Barcelona og Real Madrid eru bæði í eldlínunni í dag. Barcelona mætir Leganes á útivelli en Real fær Sociedad í heimsókn. Stórliðin eru með 25 stig, jöfn á toppi deildarinnar.

Toppliðin á Ítalíu verða einnig í eldlínunni á Stöð 2 Sport í dag. Juventus, toppliðið, heimsækir Atalanta og Inter, sem er stigi á eftir Juve, spilar við Torino á útivelli.

Í Dominos-deild kvenna er svo hörkuleikur. Keflavík fær KR í heimsókn en KR er í öðru sætinu með tólf stig á meðan Keflavíkurstúlkur eru sæti neðar með fjórum stigum minna.

Allar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins:
07.00 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)
11.55 Leganes - Barcelona (Stöð 2 Sport)
13.55 Atalanta - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
15.50 Keflavík - KR (Stöð 2 Sport 3)
16.55 AC Milan - Napoli (Stöð 2 Sport)
17.25 Granada - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2)
18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)
18.00 The RSM Classic (Stöð 2 Sport 4)
19.40 Torino - Inter (Stöð 2 Sport 2)
19.55 Real Madrid - Real Sociedad (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.