Körfubolti

Hjalti: Alltaf opið fyrir Gunnar í Keflavík

Árni Jóhannsson skrifar
Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, ræðir við sína menn í kvöld.
Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, ræðir við sína menn í kvöld. vísir/daníel
Þjálfari Keflvíkinga var skiljanlega súr eftir tapið gegn Hauukum í kvöld en hann var spurður að því hvernig væri hægt að útskýra leik og þar með úrslit Keflvíkinga í kvöld á móti Haukum.

„Til að byrja með mætum við ekki í leikinn, vorum arfaslakir og flatir í byrjun. Sóknarlega ragir og týndir og varnarlega fengur þeir þær stöður sem þeir vildu og það er eiginlega fráleitt að mæta svona til leiks.“

Dominykas Milka var ekki með Keflvíkingum í kvöld og var hans, skiljanlega, sárt saknað en var söknuðurinn of mikill.

„Það sjá það allir að hann er einn sá besti í deildinni og það er munur að hafa hann í liðinu en við verðum að gera miklu betur en þetta.“

Hjalti vildi ekki fara út í að ræða dómarana of mikið en það var mikið flautað í kvöld og sagði hann að menn væru náttúrlega ekki alltaf sammála en svona væri leikurinn bara.

Hann var þá spurður að því hvort hann hefði ekki viljað fá meiri anda frá sínum mönnum eftir fyrsta tap þeirra.

„Við komum vel út í seinni hálfleiks og það var mikill andi og barátta og við vorum árásargjarnir eins og við ætluðum að vera í allt kvöld. Svo þegar maður fer að skipta liðinu þá dettur það niður og það verða menn að taka til sín og gera betur.“

Að lokum var Hjalti spurður út í fréttirnar að Gunnar Ólafsson, sem spilaði með Keflavík í fyrra, var laus allra mála frá Oviedo og hvort hann væri búinn að hafa samband við hann.

„Ég hafði samband við hann í morgun en við erum fínir félagar enda þjálfaði ég hann upp alla yngri flokkana. Ég hafði samt samband í raun og veru án þess að vita hvernig staðan hans væri og að hann væri laus.“

„Ég var aðeins að klappa honum á bakið og hughreysta hann og segja honum að halda áfram. Auðvitað lætur maður hann vita að það er alltaf opið fyrir hann í Keflavík en númer eitt tvö og þrjú var ég að hughreysta og peppa hann.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×