Körfubolti

Gunnar farinn frá Oviedo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar lék með Keflavík á síðasta tímabili.
Gunnar lék með Keflavík á síðasta tímabili. vísir/bára

Samningi Gunnars Ólafssonar við spænska B-deildarliðið Oviedo hefur verið rift. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Gunnar lék átta leiki með Oviedo á tímabilinu. Í þeim var hann með 3,0 stig, 0,5 fráköst og 0,5 stoðsendingar að meðaltali.

Oviedo lét einnig Bandaríkjamanninn Tre Coggins fara. Liðið er í 16. sæti af 18 liðum í spænsku B-deildinni.

Á síðasta tímabili lék Gunnar með Keflavík en hann er uppalinn hjá Fjölni. Hann lék með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2014-18.

Fresturinn til að ganga frá félagaskiptum hér á landi rann út fyrr í þessum mánuði. Gunnar gæti því ekki byrjað að spila með íslensku liði fyrr en á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.