Körfubolti

Gunnar farinn frá Oviedo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar lék með Keflavík á síðasta tímabili.
Gunnar lék með Keflavík á síðasta tímabili. vísir/bára
Samningi Gunnars Ólafssonar við spænska B-deildarliðið Oviedo hefur verið rift. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.Gunnar lék átta leiki með Oviedo á tímabilinu. Í þeim var hann með 3,0 stig, 0,5 fráköst og 0,5 stoðsendingar að meðaltali.Oviedo lét einnig Bandaríkjamanninn Tre Coggins fara. Liðið er í 16. sæti af 18 liðum í spænsku B-deildinni.Á síðasta tímabili lék Gunnar með Keflavík en hann er uppalinn hjá Fjölni. Hann lék með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2014-18.Fresturinn til að ganga frá félagaskiptum hér á landi rann út fyrr í þessum mánuði. Gunnar gæti því ekki byrjað að spila með íslensku liði fyrr en á næsta ári.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.