Körfubolti

„Það er ekki eins og þetta hafi verið einhver undanrenna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflvíkingar áttu erfitt uppdráttar í leiknum gegn Haukum á föstudagskvöldið er liðin mættust í Dominos-deild karla.

Haukar unnu sextán stiga sigur á Keflavík, 86-70, en gestirnir úr Keflavík áttu afar dapran leik.

„Haukar hefðu átt að vinna þennan leik með 35 stigum. Það er bara þannig. Þetta er skelfilegt Keflavíkurlið,“ sagði Kristinn Friðriksson.

Dominykas Milka var ekki með hjá Keflavík vegna þess að hann var í leikbanni og það sást bersýnilega í leiknum.

„Það er ekki eins og þetta hafi verið einhver undanrenna. Þetta var Milka. Þetta var skelfilegt,“ bætti Kristinn við og næst barst talið að fyrstu sókn Keflavíkur í síðari hálfleik.

„Þarna ertu með lið, sem er ellefu stigum undir og er að koma sem efsta liðið í deildinni. Þeir eru að reyna hamra á þá en þetta er alveg skelfilegt.“

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×