Handbolti

Halldór tekur við Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór náði góðum árangri með karlalið FH.
Halldór náði góðum árangri með karlalið FH. vísir/daníel
Halldór Sigfússon verður kynntur sem nýr þjálfari Fram í dag samkvæmt heimildum Vísis.

Guðmundur Helgi Pálsson var látinn taka pokann sinn hjá Fram í gær. Hann var á sínu fjórða tímabili með liðið.

Halldór þekkir vel til hjá Fram. Hann lék með liðinu og þjálfaði svo kvennaliðs félagsins á árunum 2012-14. Undir hans stjórn varð Fram Íslandsmeistari 2013.

Halldór þjálfaði karlalið FH á árunum 2014-19. Hann gerði FH-inga að bikar- og deildarmeisturum og þá komst liðið tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn undir hans stjórn.

Halldór þjálfaði yngri landslið Barein en var látinn fara þaðan í haust. Hann var síðan ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands.

Fram er í 9. sæti Olís-deildar karla með sjö stig eftir ellefu umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Val í Safamýrinni á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×