Handbolti

Tyrkneskur mótherji bíður Vals

Anton Ingi Leifsson skrifar
Snorri Steinn fer með sitt lið til Tyrklands í 16-liða úrslitum Áskorendakeppninnar.
Snorri Steinn fer með sitt lið til Tyrklands í 16-liða úrslitum Áskorendakeppninnar. vísir/bára
Valur spilar við tyrkneska félagið, Baykoz, í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta en dregið var í 16-liða úrslitin í morgun.

Valur slo út austurríska liðið Bregenz í 32-liða úrslitunum en eftir jafnræði í fyrri leiknum voru Valsmenn mun sterkari í síðari leiknum.

Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hans léku báða leikina gegn Bregenz ytra en óvíst er hvort að Valur muni leika heimaleikinn gegn Baykoz á heimavelli í þetta skiptið.







Bay­koz fór í gegnum litháenskt lið í 23-liða úrslitunum en liðið situr í fimmta sæti tyrknesku deildarinnar. Leikirnir fara fram helgarnar 8 og 9. febrúar annarsvegar og 15. og 16. hins vegar.

Aron Dagur Pálsson og félagar í Alingsås mæta CSK Búkarest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×